LJÓST
>>ENGLISH

Um okkur

Ljost.is er vefsíða sem gerir íslenskum borgurum kleift að senda upplýsingar um spillingu og misnotkun valds, trúnaðar eða annarar aðstöðu, á öruggan og nafnlausan hatt.

Við erum net blaðamanna, rannsóknarmanna og fjölmiðla sem helgum okkur greiningu og birtingu á 'leknum gögnum' til að gera stjórnvöld og stórfyrirtæki ábyrg með því að varpa ljósi á stöðu mála.

Þessi vefur er óháður uppljóstrunarvettvangur Associated Whistle-Blowing Press (AWP) fyrir Íslendinga. AWP er upplýsingaþjónusta staðsett á Íslandi sem stundar birtingu og greiningu á leknum skjölum. AWP er ekki rekin í hagnaðarskyni. AWP er ætlað að byggja alþjóðlegt tengslanet fréttamanna, lögfræðinga og áhugamanna um uppljóstrun og stuðla að því að þetta fólk geti unnið saman í trúnaði að greiningu lekinna skjala.

Stuðningur

Þessir ert sumir af stuðningsmönnum okkar á Íslandi.

 • Gudmundur Ragnar Gudmundsson

  Guðmundur Ragnar Guðmundsson er meðal frumkvöðla internetsins á Íslandi. Árið 1986 kom hann ásamt öðrum á fót fyrstu netveitu landsins. Guðmundur hefur um árabil starfað á fjölbreyttum vettvangi, sem baráttumaður fyrir tjáningarfrelsi, hlutlausu neti og upplýsingarétti. Guðmundur er einnig fyrrum stjórnarmaður International Modern Media Institute í Reykjavík.


 • Birgitta Jónsdóttir

  Birgitta Jónsdóttir er alþingismaður fyrir Pírata í suðvesturkjördæmi. Birgitta sat áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna. Birgitta hefur lengi verið baráttukona og hún hefur meðal annars komið fram sem talsmaður hreyfinga á borð við WikiLeaks, Saving Iceland og Vina Tíbet. Birgitta er einnig talsmaður IMMI-verkefnisins.

Þessi vefur

Við tökum einungis við því sem er frásögu færandi: leynilegu eða ritskoðuðu stjórnmála-, vísinda-, siðferðis-, samfélags- eða sagnfræðilega mikilvægu efni. Við tökum ekki við sögusögnum, skoðunum, orðróm eða reynslusögum.

 • Ljóst er öruggur.

 • Ljóst.is byggir á frjálsum hugbúnaði Globaleaks sérhönnuðum fyrir uppljóstranir. Hugbúnaðurinn er hannaður til þess að vera einfaldur í notkun. Sjá . Þökk sé Globaleaks-tækninni getum við ekki séð hverjir senda okkur upplýsingar.

 • Ljóst eykur röddina.

 • Við birtingu niðurstaðna í fréttum munum við vinna með mörgum traustverðum fjölmiðlum og áhugamönnum til að ná til sem flestra. Við treystum því að Netið, og þá sér í lagi félagsmiðlar, stórauki útbreiðslu fréttanna.

 • Ljóst ver heimildir.

 • Stundum geta skjöl komið upp um uppljóstrarann sjálfan. Slíkar upplýsingar munum við fjarlægja fyrir birtingu til að vernda nafnleynd uppljóstrara. Hið sama á líka við um saklausa þriðju aðila sem stafar ógn af birtingu upplýsinganna sem okkur berast, eða þegar birting upplýsinganna myndi fela í sér óréttlátt brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra.

Senda skjöl

Senda skjöl er auðvelt. Fylgdu tvær skrefum.

 • Hlaða niður og keyra Tor Browser.

 • Tor-vafri er sérstakt forrit sem var hannað til gera fólki kleift að skoða vefinn án þess að hægt sé að rekja athafnir þess. Tor byggir á keðju milliliða sem gera ómögulegt að hafa uppi á IP-tölu notandans, sem er einskonar auðkenni hans. Ef þú vilt vita meira um Tor geturðu lesið Wikipedia-greinina.

 • Notaðu Tor Browser, til að fara inná síðuna https://Ljost.is.

 • Að fara inná síðuna með Tor Browser er forsenda þess að get ​a​ komið gögnum til okkar á öruggan og nafnlausan hatt.

Útgáfa

 • Oct 28, 2014 - SAMANTEKT Á SKIPULAG I LÖGREGLU VIÐ MÓTMÆLIN 2008 TIL 2011

  The following document is a detailed police report on the Icelandic revolution which began in 2008. In the report is the personal information of up to 75 people who were being monitored for their activities during and after the uprising. The 271 page document was sent to the Icelandic media last Friday 24th of October, although the names, IDs and other sensitive information of the people being followed and/or their family members - including health issues and political tendencies- , as well as policemen involved in the investigation, were not properly redacted and could be read under a strong light. At the same time, the redactions in an electronic version leaked to the media were easily readable after a simple copy & paste operation. We believe it is important that the details on how the police have been targeting citizens for their political activities come to light, as these practices can be harmful to democratic societies. The version presented here is fully and properly redacted, excluding the sensitive information the way local authorities intended.
  > Meiri upplýsingar

 • Dec 30, 2013 - Glitnisskjölin - Gögn úr íslenska efnahagshruninu

  Það varð vissulega misskilningur varðandi "Loans.pdf", þar sem hlutir/hlutabréf voru talin vera íslenskar krónur í einum hluta skjalsins 'Loans.zip'. Þökk sé þeim blaðamönnum sem fóru yfir gögnin og komu auga á villuna. Ljost.is hóf birtingu gagnanna GlitnirFiles með nákvæmlega það í huga að fagfólk sem almenningur gæti nýtt rétt sinn til að afla sér sjálfstæðra gagna til að komast að niðurstöðu. Við fögnum leiðréttingunni; markmið okkar er að leiða hið rétta í ljós.
  > Meiri upplýsingar

Tölvupóstur

 • E-MAIL// associated @ whistle . is
 • - gpg
  Þíns eigin öryggis vegna mælum við með því að viðkvæmar upplýsingar seu aldrei sendar í tölvupósti.

 • XMPP// awp@jabber.no
 • - fingerprint
  Þetta er ekki e-mail netfang. Athuga fingrafar áður spjalla.